Fréttir

Aron Snær Júlíusson Íslandsmeistari karla 2021
Aron Snær Júlíusson er Íslandsmeistari í golfi 2021
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 8. ágúst 2021 kl. 15:37

Aron Snær Júlíusson Íslandsmeistari karla 2021

Aron Snær Júlíusson er Íslandsmeistari í golfi árið 2021 í fyrsta sinn.

Aron lék frábært golf í mótinu og landaði titlinum eftirsótta örugglega að lokum á samtals 6 höggum undir pari.

Næstur á eftir Aroni kom Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 2 höggum undir pari.

Eins hjá konunum var mikil spenna um þriðja sætið. Að lokum voru fjórir kylfingar jafnir á höggi undir pari, Hlynur Bergsson, Lárus Ingi Antonsson, Birgir Björn Magnússon og Tumi Hrafn Kúld.

Tvöfaldur sigur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í ár staðreynd og stór rós í hnappagat afreksþjálfara klúbbsins Arnars Más Ólafssonar.

Aron Snær slær inn að 18 flöt á lokahringnum

Staða efstu manna í karlaflokki:

Lokastaðan í mótinu