Aron Snær efstur fyrir lokahringinn
Aron Snær Júlíusson úr GKG hefur eins höggs forskot á félaga sinn Hlyn Bergsson fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu á Akureyri.
Jóhannes Guðmundsson úr GR er skammt undan eftir að hafa leikið mjög vel í dag á 66 höggum.
Aron og Hlynur léku hring dagsins á 69 höggum eða 2 undir pari. Samtals er Aron á 7 höggum undir pari, Hlynur á 6 undir og Jóhannes á 5 undir. Þeir eru í nokkrum sérflokki fyrir lokahringinn.
Tumi Hrafn Kúld og Birgir Björn Magnússon eru næstir á höggi undir pari.
Mikil spenna fram undan á lokahringnum á morgun.
Staða efstu manna fyrir lokahringinn: