Vestmannaeyjavöllur lítur vel út fyrir fyrsta stigamótið
Margir kylfingar léku æfingarhring á Vestmannaeyjavelli fyrir fyrsta stigamótið á Eimskipsmótaröðinni sem hefst á morgun. Þó gætir á nokkrum sandi á velinum og gerðar hafa verið ráðstafanir vegna þessa.
Kylfingar mega taka upp boltann og hreinsa á brautum og leggja aftur niður innan skorkorts. Einnig mega kylfingar færa boltann um púttershaus á flötum.
Flestir kylfingar sem fréttamaður Kylfings.is ræddi við í dag eru ánægðir með völlinn en finna þó aðeins fyrir sandinum sem liggur á vellinum. Sumir finna fyrir óþægindum í öndunarfærum eins og Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum sem skartaði þessari glæsilegu öndunargrímu á æfingarhringum í dag eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Búast má við skemmtilegu móti enda eru margir af bestu kylfingum landsins á meðal þátttakenda. Hægt verður að fylgjast með skori kylfinga en það verður uppfært á þriggja holu fresti, báða keppnisdagana.