Fréttir

Valdís Þóra í beinni á fyrsta hringnum
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fimmtudagur 13. júlí 2017 kl. 14:04

Valdís Þóra í beinni á fyrsta hringnum

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik í dag á Opna bandaríska risamótinu sem fram fer á Trump National vellinum í Bedminster í New Jersey. Valdís Þóra hefur leik klukkan 18:20 á íslenskum tíma.

Sigurður Elvar Þórólfsson, ritstjóri Golfsambands Íslands, mun rölta með Valdísi í dag og veita upplýsingar um gengi hennar á hringnum á Twitter síðu GSÍ. Hægt verður að fylgjast með því hér fyrir neðan.

Valdís Þóra leikur með þeim Dylan Kim frá Bandaríkjunum og Yan Liu frá Kína. Kim er einn besti áhugakylfingur heims.

Valdís Þóra var efst á biðlista Opna bandaríska mótsins eftir frábæra frammistöðu í úrtökumóti. Hún fékk svo símtal stuttu fyrir mót þar sem henni var tjáð að hún hefði komist inn.

Valdís verður annar íslenski kylfingurinn í íslenskri golfsögu sem leikur á risamóti eftir að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á PGA meistaramótinu fyrr í sumar.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]