Fréttir

Shane Lowry sá 10. í sögunni
Shane Lowry á TPC Sawgrass 2021
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 14. mars 2022 kl. 08:51

Shane Lowry sá 10. í sögunni

Eyjuflöt 17. brautarinnar á TPC Sawgrass hefur verið mörgum kylfingnum erfið á Players Meistaramótinu sem nú stendur yfir.

Hinn írski Shane Lowry hefur þó ekki verið í teljandi vandræðum með flötina en hann lék brautina á pari á fyrsta hring og fugli á öðrum hring. Hann varð þá, í gær, hinn 10. í sögunni til að slá draumahöggið á 17. braut vallarins á Players Meistaramótinu.

Írsk heppni? Það er spurning. Með högginu komst Lowry í alvöru baráttu um sigur á mótinu. Hann er sem stendur á 5 höggum undir pari eftir að vera rúmlega hálfnaður með þriðja hring, 4 höggum á eftir efsta manni.