Shane Lowry sá 10. í sögunni
Eyjuflöt 17. brautarinnar á TPC Sawgrass hefur verið mörgum kylfingnum erfið á Players Meistaramótinu sem nú stendur yfir.
Hinn írski Shane Lowry hefur þó ekki verið í teljandi vandræðum með flötina en hann lék brautina á pari á fyrsta hring og fugli á öðrum hring. Hann varð þá, í gær, hinn 10. í sögunni til að slá draumahöggið á 17. braut vallarins á Players Meistaramótinu.
Írsk heppni? Það er spurning. Með högginu komst Lowry í alvöru baráttu um sigur á mótinu. Hann er sem stendur á 5 höggum undir pari eftir að vera rúmlega hálfnaður með þriðja hring, 4 höggum á eftir efsta manni.
And the 10th ace on the Island Green goes to @ShaneLowryGolf! pic.twitter.com/oKjU2aL8py
Who has videos of @ShaneLowryGolf’s ace?
We want to see them!
I missed the ace but got video of the fan who got his ball! pic.twitter.com/ZJDc4wtMR7