Fréttir

Ragnhildur í vænlegri stöðu fyrir lokadag ÍSAM mótsins
Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd: [email protected].
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. maí 2021 kl. 17:42

Ragnhildur í vænlegri stöðu fyrir lokadag ÍSAM mótsins

Ragnildur Kristinsdóttir er í vænlegri stöðu fyrir lokadag ÍSAM mótsins. Mótið er fyrsta stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni og er leikið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Hún er þremur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Frábær fyrsti hringur upp á 67 kom Ragnhildi í góða stöðu fyrir daginn. Hún náði ekki sama flugi og í gær en barðist vel á hringnum. Á hringnum fékk hún fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla og kom hún því í hús á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Hún er á samtals þremur höggum undir pari fyrir lokadaginn. 

Guðrún Brá byrjaði daginn sex höggum á eftir Ragnhildi en náði að minnka það forskot niður í þrjú högg með hring upp á 71 högg, eða höggi undir pari. Hún er satmals á parinu eftir tvo hringi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er ein í þriðja sæti á sjö höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.