Fréttir

PGA: Sam Ryder efstur þegar fresta þurfti leik
Sam Ryder.
Föstudagur 30. mars 2018 kl. 09:00

PGA: Sam Ryder efstur þegar fresta þurfti leik

Houston Open mótið á PGA mótaröðinn hófst í gær. Ekki náðu allir að ljúka leik vegna myrkurs, en það er Sam Ryder sem var í forystu þegar leik var hætt. Skor voru mjög góð á fyrsta deginum, en 114 kylfingar af 144 kylfingum í mótinu eru á undir pari.

Þrátt fyrir að hafa aðeins náð að ljúka við 15 holur, þá er Ryder á samtals átta höggum undir pari. Hann er búinn að fá átta fugla á hringnum og restina pör.

Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Tveir af þeim náðu að ljúka leik, en það voru þeir Lucas Glover og Kevin Tway. Beau Hossler er einnig á sjö höggum undir pari, en hann náði aðeins að ljúka við 16 holur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.