PGA: Jhonattan Vegas með nauma forystu
Annar dagur John Deere Classic mótsins fór fram í gær og er það Jhonattan Vegas sem er í forystu eftir daginn á samtals 13 höggum undir pari. Vegas lék hringinn á 62 höggum eða 9 höggum undir pari þar sem hann fékk 9 fugla og restin pör.
Vegas er með eins höggs forystu á Andrew Landry en Landry er á samtals 12 höggum undir pari eftir tvo hringi. Hringinn í gær lék Landry á sex höggum undir pari þar sem hann fékk sjö fugla, einn skolla og restin pör.
Fjórir kylfingar eru jafnir í 3. sæti á 10 höggum undir pari. Það eru þeir Harold Varner III, Russell Henley, Daniel Berger og Lucas Glover.
Þriðji hringurinn verður leikinn í dag og hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.