Fyrstu tvíburarnir sem leika á Masters
Í fyrsta skipti í sögu Masters mótsins, fyrsta risamóts ársins hjá atvinnukylfingum verða tvíburar meðal þátttakenda. Dönsku bræðurnir Rasmus og Nicolai Højgaard frá Billund munu báðir tía upp á fagurgrænum Augusta golfvellinum í apríl næstkomandi.
Sá fyrrnefndi lék á mótinu í fyrsta skipti í fyrra. Tvíburarnir verða í 89 þátttakendahópi mótsins. Þeir eru 23 ára og hafa verið atvinnumenn frá árinu 2019 og í hópi bestu kylfinga heims.
Tvíburarnir komu báðir fram á stóra sviðið árið 2019 þegar þeir gerðust atvinnumenn. Rasmus sigraði á öðru mótinu sem hann tók þátt í eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt eftir úrtökumót á DP mótaröðinni í desember 2019. Árið 2021 unnu tvíburarnir tvær vikur í röð, skiptu með sér tveimur mótum á jafn mörgum vikum.
Rasmus hefur sigrað fimm sinnum á DP.
Nicolai var valinn í Ryderlið Evrópu og keppti í Róm í september 2023. Hann á fjóra sigra að baki.
Þeir eru báðir með þátttökurétt á PGA mótaröðinni og an Nicolai fékk keppnisrétt í fyrra og hélt þátttökurétti sínum fyrir 2024-25. Bróðir hans vann sér keppnisrétt með góðum árangri á DP mótaröðinni 2024.