Ólafía meðal neðstu kylfinga eftir fyrsta keppnisdag
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu á tveimur höggum yfir pari.
Ólafía, sem er með takmarkaðan þátttökurétt á LPGA mótaröðinni í ár, fékk fjóra skolla og tvo fugla á hring dagsins og var jöfn í 126. sæti þegar fresta þurfti leik.
Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og er ljóst að Ólafía verður að leika að minnsta kosti þrjá eða fjóra undir á þeim hring til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.