Níu fuglar hjá Tom Hoge á Pebble Beach
Leiðir eftir fyrsta hring
Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge leiðir eftir frábæran fyrsta hring á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu. Skollalaus níu fugla hringur og þar af sex fuglar í röð á hans seinni níu skiluðu honum í hús á 63 höggum. Fast á hæla Hoge kemur Írinn Seamus Power á 8 höggum undir pari og jafnir í 3. - 4. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Austin Smootherman og Svíinn Jonas Blixt á 7 undir pari. Bandaríkjamennirnir Andrew Putnam og Patrick Cantlay, sem situr í 4. sæti heimslistans og var að mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu, eru jafnir í 5. - 6. sæti á 6 höggum undir pari.