Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

LPGA: Pernilla Lindberg með þriggja högga forystu
Pernilla Lindberg.
Sunnudagur 1. apríl 2018 kl. 08:00

LPGA: Pernilla Lindberg með þriggja högga forystu

Þriðji hringur ANA Inspiration, fyrsta risamót ársins hjá kvenmönnunum, fór fram í gær og er það hin sænska, Pernilla Lindberg sem er í forystu. Hún er samtals á 14 höggum undir pari og er þremur höggum á undan næstu kylfingum.

Fyrir þriðja hringinn væru þær Lindberg og Sung Hyun Park jafnar í efsta sæti á 12 höggum undir pari. Um tíma var var Park komin á 15 högg undir pari eftir þrjá fugla í röð á holum 9-11. Hún gaf þó eftir og fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á lokaholunum og er hún því á samtals 10 höggum undir pari.

Lindberg hélt áfram að leika af miklu öryggi. Hún tapaði þó sínu fyrsta höggi í mótinu á hringnum í gær. Á hringnum fékk hún samtals fjóra fugla, tvo skolla og restina pör og var hún því á tveimur höggum undir pari, eða 70 höggum.

Í öðru sæti á 11 höggum undir pari er Amy Olsen. Hún lék hringinn í gær á 68 höggum, líkt og annan daginn.

Fimm kylfingar eru á 10 höggum undir pari og er því ljóst að lokadagurinn verður spennandi, en hann fer fram í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.