Fréttir

LPGA: Liu frábær á fyrsta hring Thornberry Creek LPGA Classic
Yu Liu.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. júlí 2019 kl. 09:00

LPGA: Liu frábær á fyrsta hring Thornberry Creek LPGA Classic

Fyrsti hringur Thornberry Creek LPGA Classic mótsins á LPGA mótaröðinni var leikinn í gær. Það er hin kínverska, Yu Liu, sem er í forystu eftir frábæran fyrsta hring en forysta hennar er þó aðeins eitt högg.

Liu byrjaði hringinn í gær með miklum látum. Eftir sjö holur var hún komin á sex högg undir pari, þar sem hún fékk tvö pör, fjóra fugla og örn. Hún bætti svo við fjórum fuglum á síðari níu holunum og kom því í hús á 62 höggum, eða 10 höggum undir pari.

Jafnar í öðru sæti á níu höggum undir pari eru þær Yealimi Noh og Jeong Eun Lee. Höggi á eftir þeim er fyrrum efsti kylfingur heimslistans, Shanshan Feng, ásamt sex öðrum kylfingum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda. Hún lék á tveimur höggum yfir pari og er hún jöfn í 126. sæti. Nánar má lesa um hringinn hennar hérna.

Hérna má svo sjá stöðuna í mótinu.