Fréttir

LIV mótaröðin komin af stað í Mexíkó
Laugardagur 25. febrúar 2023 kl. 13:57

LIV mótaröðin komin af stað í Mexíkó

Keppnistímabilið á LIV mótaröðinni hófst í gær í Mayakoba vellinum í Mexíkó. Leikfyrirkomilagið á LIV mótaröðinni er frábrugðið því sem er á PGA mótaröðinni. Einungis 48 leikmenn eru í hverju móti og þeir leika bæði einstaklingskeppni og svo liðakeppni þar sem 4 leikmenn eru saman í liði.

Að loknum fyrsta degi er það lið Crushers GC sem leiðir mótið en í liðinu eru Bryson Dechambeu, Paul Casey, Charles Howard III og Anirban Lahiri. Chrushers eru á 10 höggum undir pari eftir fyrsta hring, 3 höggum betri en Smash GC (Brooks Koepka, Chase Koepka, Jason Kokrak og Matthew Wolff og 4Aces GC (Dustin Johnson, Patrick Reed, Peter Uihlein og Pat Perez) 

Í einstaklingskeppninni leiða Jason Kokrak og Paul Casey á 6 höggum undir pari. 

Hægt er að fylgjast með LIV mótaröðinni á LIV+ appinu eða á LIVgolf.com. Skemmtilegar útsendingar sem eru ólíkar PGA mótaröðinni. Til dæmis er leikmönnum á LIV mótaröðinni heimilt að keppa á stuttbuxum, en það er bannað á PGA.