Helgin erfiðari hjá Íslendingunum á Spáni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús léku á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni í Evrópu um helgina. Leikið var á Fontanals vellinum í Girona á Spáni. Guðmundur endaði jafn í 47. sæti og Haraldur var í 69.-73. sæti.
Guðmundur var í toppbaráttunni eftir tvo hringi en lék ekki eins vel á seinni tveimur hringjunum. Hann endaði á sex undir pari og lék á 70-65-73-70 höggum.
Haraldur lék fyrstu þrjá hringina undir pari en átti slakan lokadag, fjóra yfir pari. Hann endaði á -1 og lék hringina á 69-70-69-75.
Þeir félagar eru báðir á biðlista í næsta móti sem verður í Danmörku.