Fleiri vellir að opna - Korpan og Keilir opna um helgina
Korpúlfsstaðavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur og Hvaleyrarvöllur eru að opna um helgina en mót verða fyrir félagsmenn á laugardag. Þá eru Akureyringar með seinni hreinsunardag á sunnudag og opna Jaðarsvöll daginn eftir.
Eins og greint hefur verið frá á kylfingur.is hafa golfvellir verið að opna að undanförnu en með þeim síðustu í röðinni verða líklega Grafarholt og Urriðavöllur sem opna um aðra helgi.
Kylfingar hafa verið eins og beljur að vori að undanförnu og mikil ásókn hefur verið á golfvellina á Suðurnesjum og á þá velli sem hafa þegar opnað, sérstaklega um helgar.