Fréttir

Hvað var Rod Pampling með í pokanum á Shriners Hospitals?
Rod Pampling
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 10:00

Hvað var Rod Pampling með í pokanum á Shriners Hospitals?

Rod Pampling sigraði á Shriners Hospitals Open mótinu á PGA mótaröðinni í gær, 47 ára gamall. Pampling er hins vegar með gríðarlega skrautlegan poka því hann leikur með kylfum frá fimm mismunandi kylfuframleiðendum. 

Kylfurnar sem Pampling notaði til að sigra í gær:

Dræver: TaylorMade M2 (10,5 gráður)
Skaft: UST Mamiya Elements Proto PR6F4

Brautartré: Taylormade M1 T3 (14 gráður)
Skaft: UST Mamiya Elements 8F4T

Drævjárn: Ping Crossover (3-járn)
Skaft: Project X HZRDUS Red 85 gramma 6.5-Flex

Járnakylfur: Srixon Z-Forged Prototype (4-PW)
Sköft: Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130S

Fleygjárn: Cleveland RTX 2.0 (50 og 55 gráður), Cleveland Reg. 588 (60 gráður)
Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400

Pútter: Scotty Cameron Newport 2 Mid

Golfkúla: Srixon Z-Star


Rod Pampling með Cleveland fleygjárn í hönd.

Eftir Dag Ebenezersson
[email protected]