Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Heimsmeistaramót í högglengd
Laugardagur 14. janúar 2023 kl. 20:42

Heimsmeistaramót í högglengd

Þeir kylfingar sem ætla að lengja teighöggin fyrir komandi tímabil ættu að fara að huga að æfingum. Jafnvel að endurnýjun á búnaði, því það verður að nýta tæknina eins og hægt er líka.. Það er gaman að slá langt af teig. Enginn atvinnukylfingur hefur haft sig jafn mikið frammi í þeirri deild og Bryson Deschambeu sem nú leikur á LIV mótaröðinni. Í október síðastliðnum keppti Bryson til úrslita á Pro Long Drive Championship gegn Martin Borgmeier. Úrslitin voru stórskemmtileg, en keppt er á sérhönnuðum velli fyrir högglengdarkeppni.