Heiðrún með nýtt vallarmet á Svarfhólsvelli
Heiðrún Anna Hlynsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á Svarfhólsvelli á þriðjudaginn þegar hún var við keppni í Meistaramóti GOS.
Heiðrún lék hringinn á 66 höggum eða tveimur höggum undir pari og var með góða forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í meistaraflokki kvenna.
Heiðrún lék virkilega stöðugt golf en hún fékk tvo fugla og tapaði ekki höggi á hringnum. Fuglarnir komu á 4. og 14. holu en skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.
Annar hringurinn hjá meistaraflokki kvenna fer fram í dag. Hér má sjá stöðuna í Meistaramóti GOS.