Haraldur Franklín er í 3. sæti eftir 12 holur á 16 höggum undir pari
Lokahringur Jonsson Workwear Open á Áskorendamótaröðinni
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, er rúmlega hálfnaður með lokahring Jonsson Workwear Open á Áskorendamótaöðinni. Okkar maður var jafn í 6. sæti eftir þriðja hring í gær. Hann kom í hús eftir fyrri níu holurnar á 2 höggum undir pari og var þá jafn í 3. sæti. Okkar maður fékk svo fugl á 10. braut og annan á 11. braut - þrír fuglar í röð hjá GR-ingnum snjalla.
Haraldur er ekki enn kominn inn á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótum keppnistímabilsins.
Verðlaunafé á mótinu er 250.000 bandaríkjadalir. Gera má ráð fyrir því að u.þ.b. 40.000 bandaríkjadalir falli í hlut sigurvegarans, a.m.k. 25.000 bandaríkjadalir hljótist fyrir annað sætið og a.m.k. 15.000 bandaríkjadalir fyrir það þriðja.
Haraldur getur komið sér í góða stöðu á stigalistanum nái hann að halda dampi á lokahringnum.