Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur Franklín efstur eftir fyrsta hring á Spáni
Sunnudagur 26. febrúar 2023 kl. 19:48

Haraldur Franklín efstur eftir fyrsta hring á Spáni

Sex íslenskir kylfingar leika nú á Ecco mótaröðinni á PGA Catalunya á Spáni. Leikið er á tveimur völlum, Stadium og Tour. Haraldur Franklin Magnús GR lék fyrsta hringinn á Stadium vellinum frábærlega á 6 höggum undir pari, 66 höggum og  er hann jafn í fyrsta sæti ásamt Jonas Lykke Sörensen.

Fjórir aðrir Íslendingar leika á mótinu, Andri Þór Björnsson GR (+2), Arnór Tjörvi Þórsson GR (+3), Axel Bóasson GK (+5), Elvar Kristinsson GR (+5), Hákon Örn Magnússon GR (+5). Haraldur Franklín er sá eini sem er fyrir ofan niðurskurðarlínuna eftir fyrsta hring en hún miðast við par vallar.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mótið er það fyrra af tveimur sem leikið er á Ecco mótaröðinni á PGA Catalunya á Spáni. Fjöldi Íslendinga hefur leikið á þessum frábæru völlum sem eru rétt utan við Barcelona á Spáni.

„Það er frábært að komast út á gras og keppa. Ég var bara nokkuð góður í dag, sló alveg eins og engill og fékk mikið af gefnum fuglum. Ég er búinn að æfa vel undir leiðsögn Snorra Páls Ólafssonar þjálfara míns. Við erum búnir að æfa í Básum, inni á Korpunni og svo hjá Viggó í Golfklúbbnum. Vonandi kemst ég inn á Challenge Tour mót á Indlandi í mars. Það eru fá sæti í boði, en ég verð að keppa og halda mér við“, sagði Haraldur Franklín Magnús kátur eftir fyrsta hringinn á Ecco mótaröðinni á Spáni. 

Fylgjast með mótinu hér.