Fréttir

Hægt að sjá hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir
Það er opið inn á sumarflatir hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 15:53

Hægt að sjá hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir

Líkt og undanfarin ár heldur Golfsamband Íslands utan um stöðu mála hjá golfvöllum landsins þegar stutt er í sumarið.

Á heimasíðu Golfsambandsins er tafla með yfirliti sem sýnir hvaða vellir eru búnir að opna á sumarflatir og hvenær aðrir klúbbar stefna á að opna sýna golfvelli.

Kálfatjarnarvöllur, Kirkjubólsvöllur, Strandarvöllur, Þorlákshafnarvöllur, Þverárvöllur, Vestmannaeyjavöllur, Víkurvöllur, Húsatólftavöllur og Hólmsvöllur eru opnir inn á sumarflatir í dag, 23. apríl. Auk þeirra er Þórsvöllur opinn inn á sumarflatir fyrir félagsmenn GR. Aðrir vellir landsins eru ekki enn búnir að opna samkvæmt heimildum sambandsins.

Hér er hægt að sjá lista Golfsambands Íslands.


Mynd: golf.is