Guðrún, Ragnhildur og Saga meðal þátttakenda á EM einstaklinga
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Saga Traustadóttir (GR) eru meðal þátttakenda á Evrópumóti einstaklinga sem hefst á miðvikudaginn í Sviss. Leikið er á Club de Lausanne sem er gamall og þröngur skógarvöllur.
Margir af bestu áhugakylfingum Evrópu eru með í mótinu sem fer fram dagana 26.-29. júlí. Alls eru leiknir fjórir hringir og er niðurskurður eftir þrjá hringi þar sem 60 efstu kylfingarnir komast áfram.
Rástímar Íslendinganna að staðartíma á fyrsta keppnisdegi:
12:40 - Guðrún Brá Björgvinsdóttir
13:10 - Ragnhildur Kristinsdóttir
13:30 - Saga Traustadóttir
Hér verður hægt að fylgjast með EM einstaklinga.
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Saga Traustadóttir.
Ísak Jasonarson
[email protected]