Guðrún Brá á pari á Ítalíu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er meðal keppenda á Ladies Italian Open sem hófst í dag en mótið er hluti af Evrópumótaöðinni.
Guðrún Brá lék ágætlega á fyrsta hring en hún kom í hús á 72 höggum eða á pari Margara vallarins.
Okkar kona hóf leik á 10. teig í dag. Hún fékk sex skolla á hringnum og sex fugla en hún fékk fjóra fugla í röð um miðbik hringsins.

Svissnesku systurnar, Morgane og Kim Metraux, deila efsta sætinu sem stendur á 5 höggum undir pari.
Guðrún Brá verður ræst út á annan hringinn upp úr hádegi á morgun. Kylfingur fylgist vel með.