Fréttir

Brooke Henderson í forystu
Brooke Henderson. Ljósmynd: golfsupport.nl/Brian Rothmuller/ism
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 23. júlí 2022 kl. 08:32

Brooke Henderson í forystu

Brooke Henderson frá Kanada, sem sigrað hefur 11 sinnum á LPGA mótaröðinni, er með þriggja högga forskot inn í helgina á Nelly Korda frá Bandaríkjunum á Evian meistaramótinu, fjórða af fimm risamótum ársins en leikið er á Evian Resort í Frakklandi.

Hinar Suður-Kóresku, Sei Young Kim og So Yeon Ryu koma næstar á 9 höggum undir pari.

Hinn japanski nýliði, Ayaka Furue, sem ék best allra á fyrsta hring, fylgdi honum ekki eftir og lék á 1 höggi yfir pari á öðrum hring og er sem stendur í 11.-15. sæti á 7 höggum undir pari, rétt eins og hin ástralska, Lydia Ko og hin Suður-Kóreska, Jin Young Ko, sem leitt hefur heimslistann síðan í mars á þessu ári.

Staðan á mótinu

Leikur er hafinn á þriðja hring en síðustu ráshópar fara af stað núna milli klukkan níu og tíu á íslenskum tíma.