Böðvar Bragi setti nýtt vallarmet á Korpu - 62 högg
Það var ótrúleg spilamennska á Icelandair Cargo unglingamótaröðinni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem fór fram á þriðjudaginn. Fjölmörg góð skor litu dagsins ljós og er ljóst að framtíðin er björt hjá klúbbnum.
Dagbjartur Sigurbrandsson kom í hús á 63 höggum eða 8 höggum undir pari á hvítum teigum og jafnaði þar með vallarmet sem Andri Þór Björnsson hafði sett á Landinu/Ánni. Stuttu seinna kom Böðvar Bragi Pálsson inn á 62 höggum og setti þar með nýtt vallarmet.
Alls fékk Böðvar þrjá erni, fimm fugla og einn skolla á hringnum en skorkort hans og Dagbjarts má sjá hér fyrir neðan.
Hér er hægt að sjá skor keppenda í mótinu.
Skorkort Böðvars. Athugið að 16. holan er par 4 á hvítum.
Skorkort Dagbjarts.
Fyrr í dag greindi Kylfingur frá því að Heiðrún Anna hefði bætt vallarmetið á Svarfhólsvelli á Selfossi, nánar má lesa um það hér.