Böðvar Bragi með lægstu forgjöfina í Íslandsmótinu
Keppendahópur Íslandsmótsins í höggleik árið 2020 er líkt og oft áður sterkur en þar mæta alla jafna 150 bestu kylfingar landsins til leiks.
Fyrir utan Guðmund Ágúst Kristjánsson og Valdísi Þóru Jónsdóttur eru allir bestu kylfingarnir með og til marks um það eru 52 kylfingar með lægra en 0 í forgjöf.
GR-ingurinn ungi Böðvar Bragi Pálsson er með lægstu forgjöfina í mótinu. Böðvar er með +4,2 í forgjöf en hann hefur lækkað töluvert í sumar. Böðvar setti meðal annars vallarmet á Korpu og varð klúbbmeistari GR.
Íslandsmeistararnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín eru með næst lægstu forgjöfina í mótinu, +3,9.
Í kvennaflokki eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með lægstu forgjöfina eða +3,7.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða kylfingar eru með lægra en 0 í forgjöf í Íslandsmótinu:
1 Böðvar Bragi Pálsson Golfklúbbur Reykjavíkur -4,2
2 Axel Bóasson Golfklúbburinn Keilir -3,9
3 Haraldur Franklín Magnús Golfklúbbur Reykjavíkur -3,9
4 Dagbjartur Sigurbrandsson Golfklúbbur Reykjavíkur -3,8
5 Rúnar Arnórsson Golfklúbburinn Keilir -3,7
6 Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur -3,7
7 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur -3,7
8 Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbburinn Keilir -3,6
9 Bjarki Pétursson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -3,6
10 Andri Þór Björnsson Golfklúbbur Reykjavíkur -3,5
11 Jóhannes Guðmundsson Golfklúbbur Reykjavíkur -3,5
12 Aron Snær Júlíusson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -3,5
13 Hákon Örn Magnússon Golfklúbbur Reykjavíkur -3,5
14 Hlynur Bergsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -3
15 Ólafur Björn Loftsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -2,8
16 Sigurður Bjarki Blumenstein Golfklúbbur Reykjavíkur -2,6
17 Tómas Eiríksson Hjaltested Golfklúbbur Reykjavíkur -2,6
18 Birgir Björn Magnússon Golfklúbburinn Keilir -2,6
19 Viktor Ingi Einarsson Golfklúbbur Reykjavíkur -2,5
20 Hulda Clara Gestsdóttir Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -2,5
21 Ragnar Már Garðarsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -2,3
22 Daníel Ísak Steinarsson Golfklúbburinn Keilir -2,2
23 Björn Óskar Guðjónsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -2,1
24 Sigurður Arnar Garðarsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -2
25 Magnús Lárusson Golfklúbburinn Esja -2
26 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Golfklúbbur Suðurnesja -1,9
27 Hlynur Geir Hjartarson Golfklúbbur Selfoss -1,8
28 Kristófer Karl Karlsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -1,7
29 Arnór Ingi Finnbjörnsson Golfklúbbur Reykjavíkur -1,6
30 Nína Björk Geirsdóttir Golfklúbbur Mosfellsbæjar -1,4
31 Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -1,3
32 Sigmundur Einar Másson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -1,3
33 Saga Traustadóttir Golfklúbbur Reykjavíkur -1,3
34 Aron Emil Gunnarsson Golfklúbbur Selfoss -1,2
35 Ingi Þór Ólafson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -1,2
36 Daníel Ingi Sigurjónsson Golfklúbbur Vestmannaeyja -1,1
37 Arnar Geir Hjartarson Golfklúbbur Skagafjarðar -1
38 Stefán Þór Bogason Golfklúbbur Reykjavíkur -0,9
39 Tómas Peter Broome Salmon Golfklúbburinn Esja -0,9
40 Andri Már Óskarsson Golfklúbbur Selfoss -0,9
41 Lárus Ingi Antonsson Golfklúbbur Akureyrar -0,8
42 Kristján Þór Einarsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -0,8
43 Sverrir Haraldsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -0,7
44 Vikar Jónasson Golfklúbburinn Keilir -0,7
45 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur -0,7
46 Jón Gunnarsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -0,6
47 Andri Már Guðmundsson Golfklúbbur Mosfellsbæjar -0,6
48 Örvar Samúelsson Golfklúbbur Akureyrar -0,6
49 Svanberg Addi Stefánsson Golfklúbburinn Keilir -0,5
50 Eva Karen Björnsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur -0,4
51 Heiðar Davíð Bragason Golfklúbbur Akureyrar -0,4
52 Hjalti Pálmason Golfklúbbur Reykjavíkur -0,4
Smelltu hér til að sjá keppendalistann í heild sinni.
Tengdar fréttir:
Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
GM þarf þína aðstoð fyrir Íslandsmótið á þessum fordæmalausu tímum
Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi
Íslandsmótið í höggleik: 20 á biðlista
Nýir hvítir teigar á Hlíðavelli fyrir Íslandsmótið
Valdís Þóra: Virkilega leiðinlegt