Fréttir

Amy Olson í sérflokki á fyrsta degi Opna kvennamótsins
Amy Olson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 20. ágúst 2020 kl. 19:01

Amy Olson í sérflokki á fyrsta degi Opna kvennamótsins

Fyrsti hringur Opna kvennamótsins var leikinn í dag en þetta er fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu. Það var hin bandaríska Amy Olson sem bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í dag á Royal Troon vellinum en hún þremur höggum á undan næstu konum eftir daginn.

Aðstæður gerði keppendum erfitt fyrir í dag en mikið rok var á svæðinu. Olson lét það ekki á sig fá og fékk fimm fugla á hringnum í dag og aðeins einn skolla. Hún endaði því hringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari og var hún eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum.

Jafnar í öðru sæti á einu höggi undir pari eru þær Marina Alex og Sophia Popov.

10 konur eru svo jafnar í fjórða sæti á pari vallar, þar á meðal er reynsluboltinn og fyrrum sigurvegari mótsins Catriona Matthew.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.