Fréttir

Vivienne Player eiginkona Gary Player er látin
Eiginkona Gary Player er látin.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 19. ágúst 2021 kl. 15:07

Vivienne Player eiginkona Gary Player er látin

Vivienne Player eiginkona Gary Player lést á miðvikudag 84 ára gömul eftir baráttu við krabbamein í brisi.

Gary og Vivienne fögnuðu 64 ára brúðkaupsafmæli í janúar á þessu ári. Þau áttu saman 6 börn og 22 barnabörn og 2 barnabarnabörn.

Gary sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann minnist eiginkonu sinnar með mikilli hlýju. Vivienne hafi verið einstök manneskja sem lifði lífi sínu með það að markmiði að hjálpa öðrum.

Vivienne var sjálf öflugur kylfingur á sínum tíma og afrekaði meðal annars að fara tvisvar holu í höggi á sama hringnum í móti.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.