Veðbankar hafa mesta trú á Adam Scott og Rory McIlroy
Samkvæmt veðbönkum eru Adam Scott og Norður-Írinn Rory McIlroy líklegastir til afreka á Mastersmótinu í ár en líkurnar á því að þeir sigri eru einn á móti níu.
Þar á eftir koma þeir Phil Mickelson 1/12, Jason Day 1/14, Matt Kuchar 1/20, Dustin Johnson 1/22, Sergio Garcia 1/22, Bubba Watson1/25, Henrik Stenson 1/25, Justin Rose 1/28 og Zach Johnson 1/28.
Þetta þýðir að þeir sem leggja 1000 kr. undir í veðmáli að Scott eða McIlroy sigri gætu fengið 9000 kr. í því veðmáli.
Ef Scott nær að verja titilinn verður hann aðeins fjórði kylfingurinn sem nær því; Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods eru þeir einu sem hafa náð því.