Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ragnhildur og Andri landsmeistarar í golfhermum
Miðvikudagur 30. apríl 2025 kl. 15:30

Ragnhildur og Andri landsmeistarar í golfhermum

Ragnhildur Kristinsdóttir og Andri Már Guðmundsson sigruðu á Landsmótinu í golfhermum en mótið var haldið í hinni glæsilegu aðstöðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar um síðustu helgi.

Ragnhildur sem er í GR, lék á 13 höggum undir pari og var fimm höggum betri en Eva Kristinsdóttir úr GM. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK varð í 3. sæti á -1.

Hjá körlunum var spenna fyrir lokahringinn en í honum lék Andri Már Guðmundsson úr GM langbest og endaði á -9. Valur Snær Guðmundsson úr GA endaði annar á -4 og í 3.-4. sæti voru Aron Skúli Ingason úr GM og Veigar Heiðarsson úr GA á -2.

Örninn 2025
Örninn 2025

Glæsileg verðlaun voru en sigurvegararnir fengu hvor um sig 130 þús. kr. peningaverðlaun. Annað sætið hlaut 50 þús. og 3. sætið 30 þús. kr.

Lokahringurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Facobook síðu GSÍ.