Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kiðjaberg opnar inn á sumarflatir á morgun, 1. maí
Miðvikudagur 30. apríl 2025 kl. 14:02

Kiðjaberg opnar inn á sumarflatir á morgun, 1. maí

Golfvellir landsins eru einn af öðrum að opna og virðist vera sama hvar drepið er niður, allir virðast vellirnar koma einstaklega vel undan mjúkum vetrinum. Kiðjaberg opnar á morgun, fimmtudaginn 1. maí og er hægt að bóka rástíma nú þegar inná á Golfbox, þ.e. fyrir klúbbmeðlimi en fyrir almenning verður opnað fyrir skráningu kl. 13 á morgun, 1. maí.
Þórður Rafn þegar hann var upp á sitt besta í golfinu.

Þórður Rafn Gissurarson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Við getum ekki kvartað, völlurinn kemur einstaklega vel undan þessum mjúka vetri en mér skilst á samtali við kollega mína út um allt land að allir kylfingar landsins geti látið sér hlakka til, flestir ef ekki allir vellir virðast vera koma mjög vel undan þessum vetri, ef vetur skyldi kalla.

Það verður nóg um að vera hjá okkur í sumar, nóg af mótum og vil ég sérstaklega minnast á glæsilegasta og fjölmennasta golfmót ársins á Íslandi, Gull 24 open. Við munum ræsa út stanslaust í 24 klukkustundir frá kl. 14:00 á föstudegi til 13:50 á laugardeginum. Í fyrra mættu um 300 kylfingar til leiks og stefnum við á að bæta metið í ár, við viljum sjá 400 kylfinga,“ sagði Þórður Rafn.