Fréttir

Ricky Barnes leiðir eftir þrjá hringi á Valero Texas Open
Ricky Barnes er í stuði
Laugardagur 23. apríl 2016 kl. 22:47

Ricky Barnes leiðir eftir þrjá hringi á Valero Texas Open

Bandaríkjamaðurinn Ricky Barnes er í forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas mótinu sem fram fer á PGA-mótaröðinni um helgina. Barnes átti góðan dag í dag en hann spilaði á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Samtals er hann á 11 höggum undir pari.

Barnes er með nauma forystu því Brendan Steele er einungis einu höggi á eftir honum og þeir Luke Donald og Charley Hoffman eru báðir á 9 höggum undir pari. Þá eru þeir Patrick Reed og Billy Horschel alls ekki langt undan.

Ricky Barnes er enn að leitast eftir sínum fyrsta sigri á PGA-mótaröðinni en þessi 35 ára gamli kylfingur hefur leikið á mótaröðinni frá árinu 2009. Hann er hvað frægastur fyrir frábæra frammistöðu á US Open árið 2009 þegar hann endaði í öðru sæti.

Hér að neðan er eitt af nokkrum góðum púttum kappans frá hringnum í dag.