Fréttir

Draumahögg yfir húsið hjá DeChambeau
Mánudagur 2. desember 2024 kl. 11:35

Draumahögg yfir húsið hjá DeChambeau

Tvöfaldur risameistarinn Bryson DeChambeau gerir ýmislegt skemmtilegt þegar hann er ekki að æfa eða keppa. Nýjasta uppátækið var að slá inn á æfingaflöt fyrir aftan húsið sitt og reyna að fara holu í höggi. Auðvitað tókst honum það en hann þurfti heldur betur að hafa fyrir því. Oft var hann mjög nálægt, til dæmis í fyrstu tilraun og boltinn fór nokkrum sinnum í stöngina.

Hann gaf sér eitt högg fyrsta daginn, tvo annan daginn og svo framvegis. Loksins, á sextánda degi náði hann að setja boltann í holu, í fjórtánda höggi eins og sjá má í skemmtilegu innslagi á Instagram. 

DeChambeau er einn af litríkustu atvinnukylfingunum. Hann vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar hann  safnaði vöðvðum og lagði alla áherslu á að slá langt. Hann bakkaði úr því og vann svo sinn annan risatitil í sumar þegar hann sigraði á Opna bandaríska eftir harða keppni við Rory McIlroy í lokahringnum.