Sjötti sigurinn á árinu hjá Scheffler
Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler vann í sjötta sinn á PGA mótaröðinni á þessu ári þegar hann tryggði sér sigur á Procore mótinu í Napa á Silverado golfvellinum og mætir sjóðheitur í Ryderbikarinn í New York í næstu viku. Þetta var nítjándi sigur kappans á PGA mótaröðinni.
Scheffler háði harða baráttu við Ryderfélaga sinn, Ben Griffin í Procore mótinu á lokakaflanum en Griffin sem var átta höggu á undan Scheffler eftir 36 holur, hafði möguleika á að tryggja sér sigur í mótinu með 15 metra pútti fyrir erni á síðustu flötinni. Ben þrípúttaði og en tvípútt hefði tryggt honum bráðabana gegn Scottie.
Þetta er sjötti sigurinn hjá Scottie á þessu ári en hann er með mögnuðum árangri síðustu árin kominn í flokk með bestu kylfingum sögunnar.
Hér má sjá það helsta frá Procore mótinu um síðustu helgi.