Fréttir

Andrea og Ragga stóðu sig vel í Sviss
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. september 2025 kl. 15:35

Andrea og Ragga stóðu sig vel í Sviss

Atvinnukylfingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir stóðu sig vel á Lavaux mótinu á LET Access mótinuu í Sviss í þessari viku. Andrea endaði jöfn í 9. sæti og Ragnhildur jöfn í því fimmtánda. Báðar léku þær flott golf ef undan er skilinn fyrsti hringurinn hjá Ragnhildi sem hún lék á þremur yfir pari. Hina tvo lék hún á 69 og og 68 og endaði á -4.

Andrea lék mjög gott golf í 71 holu en hún fékk „sprengju“ á 17. holu í öðrum hring þegar hún lék hana á sjö höggum en hún er par 3.

Andrea er í 12. sæti stigalistans en Ragnhildur í því sjötta en einu móti er ólokið. Sjö efstu fá sjálfkrafa þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Lokastaðan í Sviss.

Staðan á stigalistanum.