Fréttir

Aðstoðar fyrirliðinn bestur á lokamótinu fyrir Ryderinn
Hinn 43 ára Svíi hefur góða ástæðu til að brosa eftir frábæran árangur á golfvellinum síðustu þrjár vikur. Mynd/Getty Images.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 15. september 2025 kl. 14:23

Aðstoðar fyrirliðinn bestur á lokamótinu fyrir Ryderinn

Svíinn Alex Noren sem nýlega var valinn einn þriggja varafyrirliða Ryderliðs Evrópu, vann sinn annan sigur á DP mótaröðinni á þemur vikum á BMW mótinu á hinum sögufræga Wentworth velli í London. Eftir sigurinn hélt hann beint til liðs við félaga sína í Ryderliðinu á Heathrow flugvellinum en hópurinn flaug í lúxusþotu til New York á sunnudagskvöld.

Noren vann Bedford Masters á Belfry vellinum í Birmingham í Englandi fyrir þremur vikum og hann kann greinilega vel við sig í Englandi en mótið á Wentworth, er það stærsta á DP mótaröðinni. Meðal keppenda voru allir leikmenn Ryderliðs Evrópu 2025 auk margra fleiri. En þetta frábæra form Norens hefði þurft að koma aðeins fyrr, þá hefði hann verið meðal leikmanna í Ryderliðinu, ekki aðstoðarmaður.

Noren er einn af reynsluboltunum á DP mótaröðinni en hefur líka verið með keppnisrétt á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hann hefur unnið tólf sinnum á DP mótaröðinni (European tour) og einu sinni á Áskorendamótaröðinni. Hann hefur náð ágætum árangri á PGA mótaröðinni og verið nokkrum sinnum meðal efstu kylfinga en ekki náð að sigra. Hann var í Ryderliði Evrópu 2018 en þá vann Evrópa stórsigur í París.

Örninn 2025
Örninn 2025

Noren og Frakkinn Adrien Saddier háðu harða baráttu og voru jafnir á 19 undir pari eftir 72 holurnar. Þeir fóru í bráðbana og voru báðir í tveimur höggum um 40 metra frá holu á 18. holunni. Saddier sló innáhöggið aðeins yfir flötina en Noren lagði boltann upp að pinna, hálfan metra frá og vann en hann sigraði einmitt á þessum stað einnig árið 2017.

Noren var frá í rúmlega hálft ár frá keppni, frá október 2024 til maí 2025 en hann hefur síðan komið eins og stromsveipur aftur inn í keppni þeirra bestu. 

Hann er 43 ára og gefur ekkert eftir og verður í framlínunni með bestu kylfingum Evrrópu í Ryder keppninni í New York í næstu viku.

Lokastaðan á Wentworth.

Aldursforsetinn í Ryderliði Evrópu, Englendingurinn Justin Rose með sjálfu í flugvélinni með félögum sínum á leiðinni til New York.

Svona  var bráðabaninn: