Aron Snær Jólameistari PGA
PGA á Íslandi hélt árlegt jólamót í Golfhöllinni í gærkvöldi. Leikinn var höggleikur án forgjafar á Liberty golfvellinum í Trackman hermum.
Eftir æsispennandi keppni hafði Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson nauman sigur á 4 höggum undir pari, sama höggafjölda og Ingi Rúnar Gíslason. Í þriðja sæti var íþróttastjóri GM, Dagur Ebenesersson á þremur höggum undir pari.
Fjöldi aukaverðlauna var veittur fyrir að vera næst holu og fyrir lengstu teighögg.
Nándarverðlaun:
2. braut: Aron Snær Júlíusson
4. braut: Kjartan Tómas Guðjónsson
11. braut: Grétar Eiríksson
14. braut: Þorlákur Halldórsson
Lengsta teighögg:
6. braut: Aron Snær Júlíusson
8. braut: Birkir Þór Baldursson
10. braut: Margeir Vilhjálmsson
13. braut: Dagur Ebenesersson
Mótið tókst með eindæmum undir styrkri stjórn starfsfólks Golfhallarinnar. 20 þátttakendur léku í 10 golfhermum. PGA Íslandi mun halda 3 mót til viðbótar í vetur með sama fyrirkomulagi. Leikið verður í janúar, febrúar og mars.