Frábær árangur hjá Svíanum á hans fyrsta ári
Svíinn Jesper Svensson var kjörinn efnilegasti kylfingurinn á DP mótaröðinni 2024 og fékk að laun Sir Henry Cotton Rookie of the year verðlaunin.
Svensson sló í gegn á sínu fyrsta ári á DP mótaröðinni með einu sigri, á Porsche singapore Classic og þrisvar var hann í 2. sæti. Hann endaði í 10. sæti á stigalistanum sem færði honum tvöfaldan þátttökurétt, þ.e. bæði á DP og PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
„Ég hefði ekki getað hugsað mér miklu betri byrjun á fyrsta ári á DP. Það er mikill heiður að vinna Henry Cotton verðlaunin. Hápunkturinn var sigurinn í Singapore þar sem ég jafnaði vallarmetið á lokadeginum og vinna svo í þriggja manna bráðabana,“ segir Svíinn og bætti við: „Þetta er búið að vera strembið ár á margan hátt þó það hafi gengið vel. Það er nýr völlur í hverri viku en á sama hátt ánægjulegt og ég hef notið þess að vera á mótaröðinni.“
Hann vann sér þátttökurétt í risamóti í fyrsta skipti og hann komst í gegnum niðurskurðinn á PGA mótinu á Valhalla vellinum. Þá komst hann 21 sinni í gegnum niðurskurðinn í 28 mótum sem hann tók þátt í.
Svensson er þriðji Svíinn sem vinnur Henry Cotton verðlaunin en áður höfðu Per-Ulrik Johannsson (1991) og Jarmo Sandelin (1995) náð þeim áfanga.
Hér er listi yfir þá sem hafa unnið þessi eftirsóttu verðlaun:
Sir Henry Cotton Rookie of the Year.
1960 Tommy Goodwin (ENG)
1961 Alex Caygill (ENG)
1963 Tony Jacklin (ENG)
1966 Robin Liddle (SCO)
1968 Bernard Gallacher (SCO)
1969 Peter Oosterhuis (ENG)
1970 Stuart Brown (ENG)
1971 David Llewellyn (WAL)
1972 Sam Torrance (SCO)
1973 Philip Elson (ENG)
1974 Carl Mason (ENG)
1976 Mark James (ENG)
1977 Sir Nick Faldo (ENG)
1978 Sandy Lyle (SCO)
1979 Mike Miller (SCO)
1980 Paul Hoad (ENG)
1981 Jeremy Bennett (ENG)
1982 Gordon Brand Jnr. (SCO)
1983 Grant Turner (ENG)
1984 Philip Parkin (WAL)
1985 Paul Thomas (WAL)
1986 José María Olazábal (ESP)
1987 Peter Baker (ENG)
1988 Colin Montgomerie (SCO)
1989 Paul Broadhurst (ENG)
1990 Russell Claydon (ENG)
1991 Per-Ulrik Johansson (SWE)
1992 Jim Payne (ENG)
1993 Gary Orr (SCO)
1994 Jonathan Lomas (ENG)
1995 Jarmo Sandelin (SWE)
1996 Thomas Björn (DEN)
1997 Scott Henderson (SCO)
1998 Olivier Edmond (FRA)
1999 Sergio Garcia (ESP)
2000 Ian Poulter (ENG)
2001 Paul Casey (ENG)
2002 Nick Dougherty (ENG)
2003 Peter Lawrie (IRL)
2004 Scott Drummond (SCO)
2005 Gonzalo Fernandez-Castaño (ESP)
2006 Marc Warren (SCO)
2007 Martin Kaymer (GER)
2008 Pablo Larrazábal (ESP)
2009 Chris Wood (ENG)
2010 Matteo Manassero (ITA)
2011 Tom Lewis (ENG)
2012 Ricardo Santos (POR)
2013 Peter Uihlein (USA)
2014 Brooks Koepka (USA)
2015 Byeong Hun An (KOR)
2016 Jeunghun Wang (KOR)
2017 Jon Rahm (ESP)
2018 Shubhankar Sharma (IND)
2019 Robert MacIntyre (SCO)
2020 Sami Välimäki (FIN)
2021 Matti Schmid (GER)
2022 Thriston Lawrence (RSA)
2023 Ryo Hisatsune (JPN)
2024 Jesper Svensson (SWE)