Fréttir

Kjartan sérsmíðar golfkylfur
Þriðjudagur 17. desember 2024 kl. 23:26

Kjartan sérsmíðar golfkylfur

Kjartan Drafnarsson hefur svo mikinn áhuga á golfi og golfbúnaði að hann ákvað að skella sér í nám í kylfusmíði í Bandaríkjunum. Hann hefur nú opnað verkstæði í Hafnarfirðinum þar sem hann tekur á móti kylfingum og sérsmíðar fyrir þá golfkylfur í hæsta gæðaflokki. Kjartan er einn fárra í heiminum sem hefur leyfi frá hinum virta japanska kylfuframleiðanda Miura til að setja saman kylfur í þeirra nafni. 

Margeir Vilhjálmsson, PGA golfkennari, kíkti í heimsókn til Kjartans í Kylfusmiðjuna (kylfusmidjan.is) og fékk að fræðast aðeins um hvað hann er að gera á verkstæðinu.