Fréttir

Góður gangur hjá GKG og verulegur hagnaður
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 6. desember 2024 kl. 17:54

Góður gangur hjá GKG og verulegur hagnaður

Rekstur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, gekk vel á árinu sem er að líða. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam rétt tæpum 90 milljónum króna en nettó hagnaður var 42 milljónir. Félagar í GKG voru samtals 2801.

Þrátt fyrir þennan góða gang þá er það ekki nóg að sögn formannsins.

„Það er mikilvægt að við eigum borð fyrir báru því framundan eru miklar fjárfestingar í nýrri þjónustumiðstöð golfvalla en við munum missa núverandi aðstöðu á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir sterka stöðu er lítið rúm til frekari fjárfestinga og því hefur GKG enga burði til að fjármagna þá byggingu öðruvísi en með verulegri að komu sveitarfélaganna,“ segir Jón Júlíusson formaður klúbbsins í riti um starfsemi ársins 2024.

Þar kemur m.a. fram að stóru verkefnin framundan sé bygging 9 holu golfvallar GKG í stað Mýrarinnar sem og bygging á nýrri þjónustumiðstöð fyrir vellina.

Ársrit GKG.