Fréttir

Ragnhildur sigraði í Arlington
Ragnhildur Kristinsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 10:21

Ragnhildur sigraði í Arlington

Þriðji einstaklingstitillinn á keppnistímabilinu

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði á Colonel Classic mótinu, sem lauk í Arlington í gær, í efstu deild NCAA í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Ragnhildur lék hringina þrjá á 212 höggum (70-71-71) eða á 4 höggum undir pari og sigraði með tveggja högga mun.

Þetta var þriðji einstaklingstitill Ragnhildar í háskólagolfinu á þessu keppnistímabili.

Ragnhildur leikur fyrir Eastern Kentucky háskólaliðið sem sigraði einnig í liðakeppninni á mótinu. Ragnhildur er mjög efnilegur kylfingur og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.