Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

PGA: Russell Henley í forystu á Northern Trust mótinu
Russell Henley.
Fimmtudagur 24. ágúst 2017 kl. 20:53

PGA: Russell Henley í forystu á Northern Trust mótinu

Það er Bandaríkjamaðurinn Russell Henley sem er í forystu eftir fyrsta hring á Northern Trust mótinu, en mótið er fyrsta af fjórum lokamótum ársins. Henley lék hringinn í dag á 64 höggum og er hann með tveggja högga forystu á næstu menn.

Á hringnum í dag fékk hann átta fugla, tvo skolla og restina pör og kom því í hús á átta höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari og er einn af þeim sem á enn eftir að ljúka leik. Því er möguleiki að staðan geti breyst lítillega.

Dustin Johnson, efsti maður heimslistans, hefur lokið við 13 holur þegar þetta er skrifað og er hann jafn í fimmta sæti á þremur höggum undir pari.

Hægt er að sjá stöðuna í mótinu hérna.