PGA: Duncan hafði betur gegn Simpson í bráðabana
RSM Classic mótið á PGA mótaröðinni kláraðist nú fyrir skömmu en leika þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Þeir Tyler Duncan og Webb Simpson léku um sigurinn og fór svo að lokum að Duncan hafði betur og tryggði sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni.
Duncan fór rólega af stað í dag og var á aðeins höggi undir pari eftir 11 holur. Hann lék aftur á móti frábært golf á lokaholunum þar sem hann fékk fjóra fugla á síðustu sjö holunum, þar af þrjá á síðustu fjórum. Hann kom fyrstur í hús á samtals 19 höggum undir pari. Simpson var í með um níu metra pútt fyrir sigri á lokaholunni en tókst ekki að setja það í og endaði því líka á 19 höggum undir pari.
Í bráðabananum var 18. holan leikin og í fyrstu tilraun fengu báðir kylfingar par. Þegar holan var leikin aftur setti Duncan pútt niður fyrir fugli eftir að Simpson hafði missti sitt pútt og fagnaði hann því sigri.
Brendon Todd, sem var í forystu fyrir daginn, gat unnið sitt þriðja mót í röð en náði sér ekki á strik í dag og endaði í fjórða sæti á 16 höggum undir pari.