Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

PGA: Brian Harman í forystu inn í helgina
Brian Harman
Laugardagur 23. júní 2018 kl. 09:00

PGA: Brian Harman í forystu inn í helgina

Það er Bandaríkjamaðurinn Brian Harman sem er í forystu eftir tvo hringi á Travelers Championship mótinu sem fram fer á PGA mótaröðinni. Harman er á 10 höggum undir pari með eins höggs forystu á næstu menn.

Hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 64 og 66 höggum. Á hringnum í gær fékk hann sjö fugla, þrjá skolla og restina pör.

Jafnir í öðru sæti á níu höggum undir pari eru þeir Matt Jones, Russell Henley og Zach Johnson, sem var í forystu eftir fyrsta hring.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.