Perla Sól í sigurliði Evrópu
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, Íslands- og unglingameistari stóð sig vel með úrvalsliði Evrópu sem lék gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands í Vagliano Trophy sem fram fór á Blairgowrie golfvellinum í Skotlandi 26.-27. ágúst. Evrópa vann 10-8 og hefur aldrei tapað á þessu móti.
Fyrirkomulagið er svipað og í Ryder bikarnum, leikið í fjórmenningi og tvímenningi í tvo keppnisdaga.
Perla lék tvo fjórmenningsleiki með Johanna Axelsen frá Danmörku. Þær töpuðu með einni holu á föstudeginum en unnu sinn leik á laugardag. Perla gerði jafntefli í tvímenningsleik sínum á föstudag en tapaði á laugardag. Flottur árangur hjá henni, hún skilaði inn tveimur stigum í hús fyrir Evrópu.