Má bjóða þér 18 holur á Trump Turnberry fyrir 100 þús. kr.?
Flatargjöld á flottustu golfvelli Bretlands hafa hækkað um 10% á milli ára og hafa gert það nokkurn veginn síðustu árin. Meðalverð á þekktustu strandvellina er núna um 35 þúsund krónur en dýrastur er Turnberry Trump Ailsa á sv-strönd Skotlands en það þarf að kvitta fyrir hundrað þúsund krónum þar.
Royal County Down í Norður Írlandi er vinsæll og það þarf að reiða fram 425 sterlingspund sem eru rúmlega sjötíu þúsund krónur fyrir 18 holurnar.
Þekktasti golfvöllur heims, Old Course í St. Andrews kostar rétt tæpar 60 þús. kr.
Royal Lytham & St. Annes costar (£340) 69.000 kr. og Royal Birkdale (£ 400) 67.000 kr. En OPNA mótið er leikið á öllum þessum völlum og fleiri til.
En það er auðvitað hægt að leika fína velli í Stóra Bretlandi fyrir 15-20 þús. kr. pr. Hring en þeir eru auðvitað ekki eins þekktir og vinsælir meðal gesta sem margir sækja í þessa frægu velli.
Sjá má frekari upplýsingar um vallargjöld í Bretlandi í umfjöllun á vefsíðunni golfpass.com