Páskagolf á flottri Bergvík
Þrátt fyrir nett páskahret sums staðar á landinu eru golfvellir suður með sjó opnir og bjóða upp á fínustu gæði eins og Hólmsvöllur í Leiru. Þar eru aðstæður betri en undanfarin ár á svipuðum tíma og frægasta par 3 braut landsins, Bergvík, kemur mjög vel undan vetri og bíður eftir boltum sem koma fljúgandi yfir Atlandshafið inn á flötina.
En það eru fleiri golfvellir búnir að opna á sumarflatir, helst vellir sunnarlega á landinu, Hinir Suðurnesjavellirnir og Þoráksvölur eru opnir og ástandið prýðilegt. Veðurspáin er þokkaleg um páskana en þó kaldara í veðri en verið hefur síðustu vikur.