Fréttir

Myndskeið: Snappy Gilmore sveiflan
Eliezer Paul-Gindiri
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 14. febrúar 2022 kl. 22:13

Myndskeið: Snappy Gilmore sveiflan

Kvöld eitt ákvað hinn rúmlega tvítugi Eliezer Paul-Gindiri að slást í hóp með félögum sínum er þeir voru á leið á æfingasvæði Diablo Creek golfvallarins í Concord í Kaliforníu. Hann hafði aldrei áður haldið á golfkylfu og honum fannst sveiflan í hreinskilni sagt frekar flókin eins og hún var kynnt fyrir honum. Hann var þá hvattur til að sveifla með sínu nefi, sem hann og gerði.

Ekki datt honum í hug að tæpu ári seinna myndi fólk hafa horft á myndskeið af hans einstöku sveiflu í á annan tug milljón skipta. Það er þó hins vegar raunin og Snappy Gilmore er orðinn samfélagsmiðlastjarna.

En hvað er svona sérstakt við heimatilbúna golfsveiflu þessa óvænta áhrifavalds?

Sjón er sögu ríkari:

Það skal ósagt látið hvort þessi sveifla henti hinum almenna áhugakylfingi úti á velli en í öllu falli er hún afskaplega skemmtileg og ótrúlega áhugaverð - alveg hreint mögnuð.