Fréttir

Myndband: Oliver Wilson með óvenjulegt upphafshögg
Oliver Wilson
Laugardagur 15. desember 2018 kl. 22:34

Myndband: Oliver Wilson með óvenjulegt upphafshögg

Það þykir nú ekki tilkomu mál að slá fyrsta upphafshögg dagsins með dræver en það telst kannski örlítið meiri áhætta að slá fyrsta upphafshögg dagsins með dræver án þess að stilla boltanum upp á tíi.

Oliver Wilson gerði það einmitt í dag á fyrstu holu á Alfred Dunhill Championship mótinu. Líkt og lýsendur mótsins sögðu vildi Wilson tryggja að missa höggið ekki til vinstri þar sem miklar hættur voru þeim megin.

Höggið endaði á miðri braut hjá Wilson og fékk hann par á holuna. Hringinn í dag lék hann á 72 höggum eða pari vallar og er hann jafn í 12. sæti á samtals fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Myndband af högginu má sjá hér að neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

If 1st tee shots weren’t hard enough... @oliver_wilson #Dunhillchamps

A post shared by European Tour (@europeantour) on